loading

Kaupfélag Borgfirðinga - Egilsholti 1, 310 Borgarnes - Sími 430 5500 

Áburður 2022

Áburðarrit Fóðurblöndunnar er komið út og í því má finna áburðarverðskrá og vöruskrá fyrir árið 2022. Verðskráin sýnir verð pr. tonn (án vsk.) miðað við afgreiðslu í 600 kg sekkjum (Limus® Pro 500 kg).

Fimmtán áburðartegundir

Í vöruskránni má finna fimmtán áburðartegundir sem eru sérsniðnar að þörfum landbúnaðar á Íslandi og byggja á traustum rannsóknum á íslenskum jarðvegi og heysýnum frá íslenskum bændum. Sjö áburðartegundir innhalda selen og bætt hefur verið við enn meira kalki og magnesíum í fjórar áburðartegundir. 

Urea Limus ®Pro – góður og hagstæður kostur

Góð reynsla er komin á húðaðan Limus Pro Urea áburð. Sú tækni sem notuð er við þessa húðun er einstök og hefur virkað vel hér á landi. Ljóst er að hvert áburðarkorn þarf að nýta vel. Hátt gildi köfnunarefnis í þessum áburði dreifist á mun stærra svæði og við það verður töluverður sparnaður. Það er mat viðskiptavina, sem notað hafa þennan áburð, að virknin skilar sér vel í gróffóðrið.

Niðurstöður heyefnagreininga 2021

Í áburðarritinu má sjá niðustöður úr tæplega 2.000 heysýnum, sem voru tekin síðasta haust. 

Heyfengurinn í ár: ·

  • Síðslegnari en í venjulegu árferði.
  • Lægri meltanleiki og lægri orka.
  • Hráprótein er breytilegt, en nokkuð gott í heildina.
  • Nóg er af tréni, ríkulegra en síðustu ár.
  • Steinefnin eru mismunandi á milli ára. Lægra forsór en hærra selen.
  • Lægra sykurinnihald.

Ítarlegri niðurstöður má sjá í Græði áburðarriti hér að neðan, ásamt verðskrá. 

Áburðarrit 2022

Smelltu hér

Verðskrá 2022

Smelltu hér

 

Þröstur 848-9043,  verslun@kb.is 

Helga Rósa 8654247,  helgarosa@kb.is