Kaupfélag Borgfirðinga - Egilsholti 1, 310 Borgarnes - Sími 430 5500
Áburðarrit Fóðurblöndunnar er komið út og í því má finna áburðarverðskrá og vöruskrá fyrir árið 2023. Verðskráin sýnir verð pr. tonn (án vsk.) miðað við afgreiðslu í 600 kg sekkjum (Limus® Pro 500 kg).
Í vöruskránni má finna ellefu áburðartegundir sem eru sérsniðnar að þörfum landbúnaðar á Íslandi og byggja á traustum rannsóknum á íslenskum jarðvegi og heysýnum frá íslenskum bændum.
Fimm áburðartegundir innhalda selen og bætt hefur verið við brennistein, kalki og magnesíum í nokkrar áburðartegundir.
Nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að vali á tilbúnum áburði og þættir sem hafa áhrif á nýtingu hans, bæði tilbúins áburðar og lífræns áburðar.
Í áburðarritinu Græði er tafla um almennt viðmið um áburðarþarfir á tún og akra gerða af Rannsókanarmiðstöð Landbúnaðarins sem hjálpa þeim sem eru að velta fyrir sér áburðarþörfinni.
Í áburðarritinu má sjá niðustöður úr ríflega 2.000 heysýnum, sem voru tekin síðasta haust.
Heyfengurinn í ár:
Hærri meltanleiki milli ára, nokkuð góður í ár.
Hráprótein breytilegt en lækkar að meðaltali, sérlega á Suðurlandi.
Trénið á passlegu bili í heildina, lækkar þó á milli ára.
Hærra sykurinnihald.
Steinefnin eru mismunandi á milli ára.
• Lægra kalsíum en hærra selen.
• Fosfór undir æskilegum viðmiðum sem fyrr.
• Kalí lækkar milli ára.
• Mismunandi áburðargjöf eða upptökuskilyrði?
Áburðarverðskrá 2023.
Í vöruskránni má finna ellefu áburðartegundir sem eru sérsniðnar að þörfum landbúnaðar á Íslandi og byggja á traustum rannsóknum á íslenskum jarðvegi og heysýnum frá íslenskum bændum.
Fimm áburðartegundir innhalda selen og bætt hefur verið við brennistein, kalki og magnesíum í nokkrar áburðartegundir.
Við hvetjum bændur til að panta snemma og tryggja sér áburð í tíma.
Fáðu verðtilboð
Helga Rósa - helgarosa@kb.is - 865-4247