Kaupfélag Borgfirðinga - Egilsholti 1, 310 Borgarnes - Sími 430 5500
Vöruskilmálar
Með því að hagnýta sér vefverslun Kaupfélags Borgfirðinga samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála sem um viðskiptin gilda.
Þar sem lög áskilja neytendum meiri rétt en tilgreindur er í skilmálum þessum ganga lögin framar.
Gilda skilmálarnir að öðru leyti um viðskiptin.
Verð, myndir og vörulýsingar á netinu eru birtar með fyrirvara um villur.
Kaupfélagið áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu pantana, t.d. vegna rangra verðupplýsinga.
Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Varan er eign seljanda uns greitt hefur verið fyrir hana að fullu.
Vöruverð og framboð
Verð hverrar vöru er sýnilegt í vefversluninni með virðisaukaskatti og án flutningskostnaðar.
Verð vöru getur breyst fyrirvaralaust. Kaupandi greiðir það verð sem er í gildi við kaupstaðfestingu.
Ef lítið er til af vörunni þegar hún er pöntuð er ekki hægt að tryggja að hún sé til þegar gengið er frá pöntuninni og tekur Kaupfélag Borgfirðinga ekki ábyrgð á því.
Mun Kaupfélag Borgfirðinga þá vera í sambandi og reyna að finna sambærilega vöru eða leysa úr því máli eins og hægt er. Ef mistök eða rangar upplýsingar hafa verið birtar er það leiðrétt eins fljótt og auðið er.
Vöruskil og skipti
Öllum óskemmdum og ónotuðum vörum í upprunalegum pakkningum má skila innan 14 daga frá kaupum, með framvísun kvittunar. Skila má vörunum að Egilsholti 1 í Borgarnesi og er varan endurgreidd eða andvirði hennar lagt inn á reikning viðskiptavinar. Skilavara skal vera söluhæf, ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Allir fylgihlutir þurfa að vera með þegar að vöru er skilað. Varan er endurgreidd á því verði sem hún er hverju sinni nema kassakvittun sýni fram á annað verð. Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vöru sem á að skila. Kaupfélag Borgfirðinga greiðir sendingarkostnað ef um galla er að ræða. Er Kaupfélagi Borgfirðinga heimilt að óska eftir útskýringum neytenda á vöruskilum. Áskilur Kaupfélag Borgfirðinga sér rétt til þess að krefja kaupanda um kostnað vegna afpöntunar fyrir afhendingu leiði afpöntun til tjóns fyrir Kaupfélag Borgfirðinga. Enginn skilaréttur er á vörum sem rýrna eða úreldast fljótt, eru persónulega sniðnar að kaupanda, á vörum sem eru innsiglaðar og verða ekki seldar ef innsigli er rofið eða í öðrum sambærilegum tilvikum. Af öryggisástæðum er hvorki hægt að skila né skipta matvörum, sáðvöru, áburði og fóðri eftir afhendingu til viðskiptavina. Ef vara telst sannarlega gölluð fæst henni skipt í nýja vöru eða skilað gegn fullri endurgreiðslu.
Umbúðum til nota í matvinnslu, rúlluplasti og rúlluneti fæst ekki skilað né skipt.
ATH skilaréttur tekur ekki til útsöluvöru.
Skil á vörum eru sendar til:
Kaupfélag Borgfirðinga
Egilsholti 1
310 Borgarnesi
Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgðir seljanda eru í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Einstakar vörur eða vörumerki hafa lengri ábyrgðartíma. Er slíkt tekið fram í hverju tilfelli fyrir sig. Ábyrgð vegna galla er 30 dagar frá því að kaupandi fékk vöru afhenta nema um sé að ræða neytanda sem nýtur betri réttar samkvæmt lögum um neytendakaup. Kvörtun neytenda vegna galla sem berst eftir að tvö ára eru liðin frá því að hann veitti söluhlut viðtöku verður ekki tekin til greina nema veitt hafi verið sérstök ábyrgð á viðkomandi söluhlut.
Kaupandi skal við móttöku vöru athuga án tafar og innan eðlilegra tímamarka hvort varan sé ógölluð og í samræmi við pöntun. Athugasemd skal gera innan tveggja mánaða.
Ábyrgð er ekki staðfest nema að kvittun fyrir kaupum sé framvísað.
Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöru á verkstæði án samþykkis seljanda. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar á vöru eða að vara orðið fyrir hnjaski.
Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, innan eðlilegra tímamarka.
Seljandi ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Afhending vöru
Seljandi leitast við að afhenda vöru innan 1–4 daga, frá því pöntun er móttekin og greitt hefur verið fyrir vöruna. Kaupandi velur sendingarmáta, það val getur haft áhrif á afhendingartíma.
Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Seljandi afhendir aðeins vörur innanlands.
Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Kaupfélagi Borgfirðinga til viðkomandi, er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Innskráning með Facebook
Með því að skrá þig inn á vefsíðu Kaupfélags Borgfirðinga í gegn um Facebook samþykkir þú að Kaupfélag Borgfirðinga fái aðgang að eftirfarandi upplýsingum, séu þær aðgengilegar á Facebook reikningi þínum:
Kaupfélag Borgfirðinga notar þessar upplýsingar einungis til að stofna aðgang þinn að vefsvæði okkar. Með því að nota innskráningu í gegn um Facebook á kb.is samþykkir þú þessa skilmála.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandinn gefur upp í tengslum við viðskiptin. Meðferð allra persónuupplýsinga er í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni Kaupfélags Borgfirðinga þar sem þær verða aðeins aðgengilegar starfsmönnum Kaupfélags Borgfirðinga og aðilum sem starfa á þess vegum við að þjónusta viðskiptavini. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Lög og varnarþing
Um samning þennan gilda íslensk lög. Komi upp ágreiningur um efni hans skal hann borinn undir héraðsdóm Vesturlands