Kaupfélag Borgfirðinga - Egilsholti 1, 310 Borgarnes - Sími 430 5500
Kaupfélag Borgfirðinga er samvinnufélag og starfar samkvæmt lögum um þau. Félagið er deildarskipt og er félagssvæðið Hvalfjarðarsveit, Akraneskaupstaður, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja-og Miklaholtshreppur, Snæfellsbæt, Grundafjarðarbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Dalabyggð og Reykhólahreppur.
Deildir félagsins eru 15 og í árslok 2023 voru félagsmenn 1.920. Þeir kjósa sér 49 fulltrúa á aðalfund. Öllum félagsmönnum er heimilt að mæta á aðalfund með málfrelsi og tillögurétt, en aðeins kjörnir fulltrúar hafa atkvæðisrétt. Stjórn félagsins skipa 5 menn og fara þeir með æðsta vald í félaginu á milli aðalfunda.
Samþykktir félagsins gilda um starfsemi þess. Þær er hægt að sækja og skoða með því að smella á þessa skrá: Samþykktir Kaupfélags Borgfirðinga
Á aðalfundi vorið 2022 voru eftirtaldir kjörnir í stjórn:
Sigrún Halla Gísladóttir, stjórnarformaður
Hjalti Rósinkrans Benediktsson, varaformaður
Eggert Kjartansson, ritari
Dagný Sigurðardóttir, meðstjórnandi
Garðar Freyr Vilhjálmsson, meðstjórnandi
Kaupfélagsstjóri er Margrét Katrín Guðnadóttir