Kaupfélag Borgfirðinga - Egilsholti 1, 310 Borgarnes - Sími 430 5500
Einfalt fjölskylduspil fyrir 2 leikmenn, 8 ára og eldri. Leikmenn reyna að vera fyrstir til að raða fjórum af skífunum sínum í lárétta, lóðrétta, eða skásetta röð.
Fjöldi leikmanna: 2
Leiktími: 15 mín
Aldur: 6+
Útgefandi: Schmidt
Innihald:
• Samanbrjótanleg leikgrind
• 21 blá skífa
• 21 gul skífa
• Leikreglur
Bananagrams® er margverðlaunað og einfalt orðaspil þar sem hvorki þarf að nota penna, pappír né spilaborð. Leikmenn keppast við að búa til eigið orðasafn í krossgátustíl og klára stafina sína. Í spilinu spila allir í einu. Frábært og fræðandi fjölskylduspil. Aldur og reynsla í stafarugli skiptir ekki máli. Hraði, skemmtun og spenna ráða ríkjum… og það mikilvægast – bananar eru einfaldlega kjánalega skemmtilegir!
insælasta spurningaspil Skandinavíu í íslenskri útgáfu!
Heldurðu að þú vitir betur og iðar í skinninu að koma þeirri þekkingu að? Þú færð tækifæri til þess í nýjum spurningaleik og sýna öðrum að þú ert Bezzerwizzer!
Bezzerwizzer er krefjandi og líflegt spurningaspil þar sem reynt er á þekkingu spilara í 20 mismunandi flokkum. En í spilinu græðir þú á að þekkja eigin styrk og veikleika andstæðinga. Meðan á leik stendur geturðu jafnvel nappað uppáhaldsflokkunum þeirra eða svaraðu spurningum sem til þeirra er beint. Síðast en ekki síst, sannur Bezzerwizzer er sá sem getur svarað spurningum sem mótspilarar hans gátu ekki. Notaðu þekkingu, taktík og vélabrögð til að ná markmiðum þínum.
Í Bezzerwizzer eru 3.000 spurningar í 20 mismunandi flokkum.
Íslendingar leggja þekkingu sína að veði í spilinu Bezzerwizzer – Góð skemmtun með þekkingu að vopni!
Skemmtilega spurningaspilið fyrir alla fjölskylduna þar sem fjölskyldumeðlimir keppast um að sanna snilli sína í almennum fróðleik í 16 mismunandi spurningaflokkum.
Mælst er til þess að skipt sé í fullorðinslið og barnalið sem keppa hvort á móti öðru, því öllum 16000 spurningunum fylgir vísbending sem aðeins er ætluð börnunum. Vísbendingin er oft myndræn og er sýnd á leikborðinu.
Sem fyrr er hægt að fá stig fyrir að svara spurningum mótliðsins eða gera því grikk með því að stela flokknum þeirra.
Spennandi og skemmtileg leið fyrir unga sem aldna að fræðast um heima og geima.
Skemmtilegt spil fyrir 2 eða fleiri leikmenn, 10 ára og eldri, þar sem tveimur vinsælum spilum er slegið saman – Bezzerwizzer og Timeline.
Leikmenn skipta sér í tvö lið og spila 4 umferðir í 2 hálfleikjum. Eins og í Timeline, er markmiðið að raða sögulegum atburðum í rétta tímaröð en eins og í Bezzerwizzer, er hægt að nota fídusa eins og ZWAP og BEZZERWIZZER til að klekkja á mótliðinu. Liðið sem er stigahærra eftir seinni hálfleik eða nær að komast heilan hring á leikborðinu með rothöggi sigrar!
Sívinsælt verðlaunaspil fyrir 2-5 leikmenn, 7 ára og eldri.
Í þessu flísalagningaspili þurfa leikmenn að byggja upp svæðið í kringum frönsku borgina Carcassonne. Þeir koma þegnum sínum fyrir á vegum og í borgum, klaustrum og á ökrum. Aðeins þeir sem leggja flísar sínar á sem skynsamlegastan hátt fá nógu mörg stig til að sigra leikinn.
Íslenskar leikreglur innifaldar.
Stranglega bannað börnum!
Eruð þið tilbúin til að kafa ofan í myrkustu afkima huga ykkar? Codenames Undirheimar er eins og grunnspilið Codenames að því leyti að leikmenn skipta sér í lið og leika njósnameistara sem gefa vísbendingar og njósnara sem reyna að giska á rétt orð.
Munurinn er sá að Codenames Undirheimar inniheldur dulnefni sem eru alls ekki við hæfi barna undir 18 ára aldri!
Vísbendingar njósnameistarans og hugmyndaflug njósnarana þurfa að leggjast á lægsta plan þar sem báðir aðilar geta skoðað undirheima huga sinna og samfélagsins.
Látið fúkyrði og villtar fantasíur fljúga og gefið ykkur lausan tauminn með Codenames Undirheimar! Hentar 4-8 leikmönnum, 18 ára og eldri.
Skemmtilegt og margverðlaunað orðaspil. Leikmenn skipta sér í tvö njósnaralið og markmið þeirra er að finna liðsfélaga sína sem táknaðir eru með dulnefnum á leikborðinu. Njósnameistarar hvors liðsins geta borið kennsl á njósnarana og gefa liðinu sínu vísbendingar til að leiða það að réttu dulnefnunum. Liðið sem fyrst tekst að ráða öll dulnefni af réttum lit vinnur. En gætið ykkar, leigumorðinginn gæti leynst á bak við eitt þeirra! Frábær skemmtun fyrir 2-8 leikmenn.
The Brain Game
Cortex 2 ver skemmtilegt þrautaspil fyrir 2-6 leikmenn, 8 ára og eldri. Spilið inniheldur ýmis konar þrautir og heilabrot í mismunandi flokkum, s.s. minni, rökvísi, samhæfing og snerting. Markmið leiksins er að vinna þrautirnar og safna heilabrotum upp í heila heila. Sá sem fyrstur lýkur við heilapúslið með 4 heilabrotum sigrar leikinn.
Frábært fyrir þá sem eru e.t.v. farnir að þekkja upprunalega Cortex spilið of vel og vilja breyta til og reyna sig við nýjar þrautir.
Íslenskar leikreglur fylgja.
Cortex Kids er skemmtilegt þrautaspil fyrir 2-6 leikmenn, 6 ára og eldri. Spilið inniheldur ýmis konar þrautir og heilabrot í mismunandi flokkum, s.s. minni, rökvísi, samhæfing og snerting. Markmið leiksins er að vinna þrautirnar og safna heilabrotum upp í heila heila. Sá sem fyrstur lýkur við heilapúslið með 4 heilabrotum sigrar leikinn.
Aðeins auðveldari útgáfa af hinu bráðskemmtilega Cortex spili fyrir yngri börn.
Íslenskar leikreglur fylgja.
Encore er sniðugur teningaleikur fyrir 1-6 leikmenn, 8 ára og eldri. Leikmaður kastar öllum litateningunum, velur einn þeirra ásamt einum talnatening og merkir við samsetninguna á stigasíðunni sinni og síðan mega hinir leikmennirnir velja samsetningu úr teningunum sem eru eftir. Leikmenn safna stigum með því að vera fyrstir til að merkja við alla reitina í dálk og alla reiti í sama lit. Sá fyrsti sem klárar dálk fær fleiri stig en hinir. Leiknum lýkur þegar einn leikmaður hefur merkt við alla í reiti í tveimur litum en þú gætir leikið aftur.
Fuglaspilið er í anda spilsins „Veiðimaður“ þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum. Í stað hefðbundinna spila er spilað með íslenskar fuglategundir. Á spilunum eru upplýsingar um þjóðtrú tegundanna, latínuheiti, búsvæði og ætt. Spilið er hugsað til fróðleiks og skemmtunar.