Kaupfélag Borgfirðinga - Egilsholti 1, 310 Borgarnes - Sími 430 5500
Kjarnfóður fyrir hross í þjálfun, sérlega fyrir keppnis- og kynbótahross.
• Hátt próteininnihald fyrir vöxt og viðhald vöðva.
• Inniheldur fiskimjöl – Hentug amínósýrusamsetning.
• Hátt hlutfall meltanlegra trefja.
• Hátt fituinnihald – Jákvæð áhrif á efnaskipti hestsins.
• Inniheldur kalkþörunga sem jafna sýrustig í meltingarvegi.
• Fullbúið steinefnum og vítamínum.
• Sérhannað eftir íslenskum heyefnagreiningum.
Róbót blöndurnar eru kjarnfóðurblöndur á sanngjörnu verði sem henta við fjölbreyttar aðstæður.
Ríkurlegt magn af fiskimjöli með próteinsamsetningu, sem nýtist kálfum best til vaxtar og þroska. Samsetning orkugjafa er fjölbreytt til að lágmarka auðleysta sterkju, sem getur haft neikvæð áhrif á þroska vambarinnar og þannig aukið líkur á skitu og öðrum vanþrifum. Innihalda ríkulegt magn stein- og snefilefna svo og vítamína, sem tryggja þarfir kálfanna á móti mjólkurgjöfinni. Kálfakögglar er hentugir samhliða mjólkurgjöf, til að hjálpa kálfunum að ná upp góðu áti áður en þeir hætta alveg á mjólkinni.
Milljónablandan hentar sauðfé með beit, á fengitíma og eftir burð. Blandan ersett í gegnum kögglunarvél til að tryggja rétta hitameðhöndlun.
Kalksaltsteinn er íslenskur saltsteinn fyrir búfénað, framleiddur úr endurnýttu salti úr fiskvinnslu og hafkalki úr Arnarfirði auk þess að vera A- ,D-, E-vítamín- og selenbætt. Passar í saltsteinahaldara.