Kaupfélag Borgfirðinga - Egilsholti 1, 310 Borgarnes - Sími 430 5500
Litla fuglaspilið er minni útgáfa af Fuglaspilinu en þá er spilað samstæðuspil. Litla fuglaspilið er fyrir yngri aldurshópinn, einfaldari útgáfa þar sem einungis nöfn tegundanna er á spilinu með myndinni. Nöfn tegundanna eru á Íslensku, ensku, pólsku og latínu í sama stokki.
Stærð 8 x 8cm
Spennandi og skemmtilegt spil frá Schmidt fyrir 2-4 leikmenn, 8 ára og eldri. Leikmenn skiptast á að vera fyrstir til að losna við allar flísarnar sínar með því að leggja þær út í samsetningum eða röðum og safna stigum.
Nálæt markinu (Close to the Mark) er spennandi spil fyrir 1-5 leikmenn, 8 ára og eldri. Hver og einn fær síðu úr blokkinni og síðan skiptast leikmenn á að kasta teningunum og skrá niður útkomuna af ákveðnum lit teninga lagða saman við annan tening að eigin vali. Tölur eru skráðar og stig talin samkvæmt ákveðnum reglum og sá stigahæsti sigrar í leikslok þegar búið er að skrifa í alla 25 hringina á síðunni.
Packesel – Pack Mule er skemmtilegt þrautaleikfang frá Schimdt fyrir 2-4 leikmenn, 5 ára og eldri. Hver leikmaður tekur trépinna í tilteknum lit og svo keppast allir við að koma þeim á bak múldýrsins án þess að staflinn falli. Sá sem fyrstur klárar pinnana sína sigrar.
Partners er herkænskuborðspil þar sem spilað er í tveimur tveggja manna liðum. Spilinu er best lýst sem eins konar lúdó með spilum sem koma í stað teninga. Auk þess eru ýmis spil sem hægt er að nota til að ná forskoti eða klekkja á andstæðingunum. Spilið snýst um að vera á undan mótliðinu að koma öllum peðum liðsins á lokareit. Mikilvægast er að vinna saman sem félagar og beita réttu kænskubrögðunum.
Einfaldur spilaleikur fyrir 2-6 krakka, 5 ára og eldri. Leikmenn reyna að setja út spil í réttri röð – rautt ljós, grænt ljós, 1, 2, 3 – og sá sem er fyrstur til að losna við spilin sín sigrar.
Sprenghlægilegt fullorðinsspil - Fer sem fer og fer þá til fjandans!
Eins og segir í lögmáli Murphy‘s ef eitthvað getur farið úrskeiðis, fer það sjálfsagt úrskeiðis. Skitnir atburðir geta alltaf átt sér stað. En hér er kjörið tækifæri til að setja þá í samhengi – bókstaflega! Leikmenn draga spil með skitnum atburðum og reyna að raða þeim eftir því hversu ömurlegir þeir eru. Sá fyrsti til að giska rétt á og safna 10 spilum sigrar.
Eins og nafnið gefur til kynna, er 50 Shades of Shit ennþá dónalegra en upprunalega spilið.
Hressandi og sprenghlægilegt spil fyrir 2-12 leikmenn, 18 ára og eldri. Hægt er að spila spilið sjálfstætt eða sem viðbót við önnur Shit Happens spil.
Ath! Spilin eru á ensku.
Skemmtilegt spil frá Schmidt fyrir 2-4 leikmenn, 5 ára og eldri. Einn leikmannanna tekur sér hlutverk hins illa galdramanns Ravenhorst sem hefur tekið prinsessu til fanga og læst hana inni í turni með galdralásum. Hinir eru í liði með hetjunni Robin sem freistar þess að frelsa prinsessuna með því að finna rétta lásinn. Spilið er í áldós og hentar vel til að taka með í ferðalag.
Einfalt og skemmtilegt púsl sem er ættað frá Kína. Inniheldur 7 flísar, ásamt myndaspjöldum. Flísunum er raðað á spjöldin og engin má verða afgangs en á spjöldunum eru ýmis konar þrautir sem þarf að leysa.
The floor is Lava Rock Rumble Card Game er ný og skemmtileg útfærsla af hinu klassíska Floor is Lava. Markmið leiksins er að byggja þinn steinstíg til þess að vernda sjálfan þig frá hrauninu ásamt því að brjóta niður steina andstæðingsins og láta þá sökkva sér í hraunið. Síðasti leikmaður sem stendur er sigurvegari spilsins.
Skemmtilegt spil fyrir 2-4 leikmenn.
Einföld ferðaútgáfa fyrir einn leikmann af hinu vinsæla spili Ubongo. Markmið leikmanns er að láta flísarnar passa saman á takmörkuðu svæði á borðinu. Auðvelt og fljótlegt spil sem hentar vel í ferðalög.