loading

Vörunúmer: BIOSP12

Bio-Active, Niðurbrotsefni í rotþrær

Bio-Active er niðurbrotsefni sem ætlað er til notkunar í rotþrær. Bio-Active samanstendur af sérstaklega samsettri bakteríuflóru og ensímum sem brjóta niður úrgang, salernirpappír ásamt því að eyða einnig olíufitu og eyða ólykt. Þú setur 1 púða í salernið og hann skilar sér rétta leið út í rotþróna þar sem það sem vinnur á úrganginum á náttúrulegan máta. Bio-Active heldur úrganginum í rotþróni meira í vökvaformi sem að léttir fyrir þegar rotþrær eru tæmdar og tæmingin verður betri (það tæmist betur úr rotþrónni).

Það má nota fleiri púða (3 til 6 púða) í rotþróna ef þörf er á til dæmis að vinna á mikilli ólykt eða koma niðurbrotinu hratt af stað. Þetta á samt ekki að þurfa nema að það sé vandamál til staðar.

Verð: 5.390 kr.
Magn
 
 
Product info

Leiðbeiningar:
Auðvelt í notkun:
Þú einfaldlega setur 1 púða í salernið og sturtar niður.
Þeir sem vilja setja sjaldnar og nota húsið sjaldnar geta sett 3 til 4 púða 3 til 4 sinnum á ári, sett í salernið og sturtar niður.
Ytra byrði púðans leysist fljótlega upp eftir að það kemst í snertingu við vatn.
Til að sem bestur árangur náist, setjið 1 púða mánaðarlega (þetta veltur þó svolítið á notkun hússins).
1 púði dugar fyrir allt að 5.000 lítra rotþrær.
Pokinn er endurlokanlegur – Lokið ávallt pokanum og geymið á köldum / þurrum stað.
Kostir Bio-Active
Pokinn inniheldur 12 púða = 1 árs birgðir!
Inniheldur öfluga samsetningu af góðum bakteríum og ensímum
Með reglulegri notkun Bio-Active hverfur öll ólykt frá rotþróni
Þar sem efnið brýtur niður úrgangsefnin niður á náttúrulegan máta fækkar tæmingum á rotþróni verulega
Bio-Active hefur engin áhrif á rör eða pakkningar pípulagna
Bio-Active er framleitt af Walex sem að hafa sérhæft sig í lyktareyðandi efnum og ýmsum gerðum niðurbrotsefna s.s. fyrir ferðasalerni í hjólhýsum, húsbílum, bátum, rútum, færanlegum salernisgámum.

Notkun sápuefna við rotþrær
Við viljum benda sérstaklega á það að öll sterk sápu- og leysiefni minnka og jafnvel eyða allri lífrænni virkni og mikil notkun slíkra efna getur alveg slökkt á niðurbroti, þá kemur ólykt og það safnast hraðar í þróna. Best er að notast við umhverfisvottaðar vörur, þær eru að öllu leyti mildari og hafa minniháttar áhrif á virkni Bio-Active og annarra rothvata.