Blákorn er frábær alhliða áburður ætlaður á grasflatir og skrúðgarða. Áburðurinn leysist vel upp í jarðvegi en gott er að gefa áburð á grasflatir að vori og enda gjöf síðla sumars.
Hentar vel á blómabeðin, matjurtirnar, grasið og tré. Klórsnauður NPK-áburður með kalki, magnesíum, brennisteini og bór.
- Blákorn inniheldur öll helstu næringar og snefilefni sem gróðurinn þarfnast.
- Ráðlagður skammtur er um 20 gr á m2. Það má segja að það sé ca lófafylli sem dreift er jafnt. Gott er að bera á 3-4 sinnum á vaxtartíma sem er frá maí og fram í miðjan júlí.
- Við mælum með að stika niður garðinn svo maður gleymi sér ekki hvar hefur verið borið á. Auðveldar líka að reikna út hversu mikið magn þarf af áburði í heild.
12,5 kg poki dugir á ca 625 m2