loading

Vörunúmer: 1260051

Forðastautar, alhliða, All trace

ALL-TRACE forðastautar eru hannaðir til að gefa nautgripum á beit daglega næringarþörf á sex snefilefnum og þremur vítamínum þegar beit er ekki nægileg. Forðastautarnir hvíla í kepp í fremri hluta vambar og leysast þar upp frá stöðugu flatarmáli og veita þannig samfellda gjöf af snefilefnum og vítamínum handa dýrinu í um það bil 8 mánuði. Forðastautarnir leysast fullkomlega upp og engar leifar verða eftir í vömb.

ALL-TRACE forðastautar henta öllum nautgripum á beit sem vega meira en 150 kg (þó að 200 kg lágmarksþyngd sé ráðlögð handa stærri kynjum).

Verð: 19.790 kr.
Magn
 
 
Product info

 

Hverju dýri skal gefa tvo ALL-TRACE forðastauta.

Ef varnarhjúpur forðastauts er tugginn eða skemmist við gjöf mun forðastauturinn leysast upp hraðar. Gætið þess að missa forðastautana ekki á hart yfirborð.

Ekki er þörg á að gefa kopar, kóbalt, selen eða joð til viðbótar á verkunartíma forðastautsins.

Ef við á skal forðast samhliða viðbótargjöf af aukaefnum með hámarksinnihaldi af öðrum uppruna en þeim sem er í forðastautinum.

Fyrir notkun er ráðlagt að fá ráðleggingar frá dýralækni eða næringarfræðingi varðandi:

  1. Jafnvægi snefilefna í daglegri gjöf.
  2. Stöðu snefilefna í hjörðinni.

Fyrir notkun, vinsamlegast sjá leiðbeiningar sem prentaðar eru á innanverðum umbúðum.