loading

Vörunúmer: 1140679

Bovisal Pearls CaP

Bætiefni til að meðhöndla og fyrirbyggja doða í kúm.

Verð: 2.290 kr.
Magn
 
 
Product info

Bætiefni til að meðhöndla og fyrirbyggja doða í kúm.

Á upphafi mjaltarskeiðs hefur kýrin ríka þörf fyrir kalsíum. Skortur á kalsíum og/eða orku getur leitt til ýmissa sjúkdóma í kringum burð, t.d. doða, júgurbólgu, súrdoða og fastra hilda.

Bovisal Pearls inniheldur 4 mismunandi gerðir af kalsíum ásamt perlum sem leysast hægt upp, þannig að 2 flöskur nægja til að tryggja nægjanlegt kalsíum yfir áhættutímabilið.

Kalsíum í fljótandi formi nýtist strax, nokkrum mínútum eftir inngjöf en perlurnar leysast hægt upp yfir nokkra klukkutíma með ensímniðurbroti. Með þessum hætti er tryggt að nægjanlegt magn af kalsíum sé í blóðrásinni þar til kýrin hefur sjálf náð að stilla kalsíumjafnvægi líkamans.

Bovisal Pearls gera gæfumuninn:

4 mismunandi gerðir af kalsíum. Lífrænt bundið kalsíum eykur og hraðar upptöku. Kalsíum perlur sem leysast hægt upp. Nægjanlegt er að gefa 2 flöskur. Mjög bragðgott. Glúkósamyndandi orka. Inniheldur fosfór. Inniheldur ekki kalsíumklóríð.

Skammtastærð: Gefið eina flösku strax eftir burð og gefið aðra flösku 12 klst. seinna.