Kaupfélag Borgfirðinga - Egilsholti 1, 310 Borgarnes - Sími 430 5500
Skv. samþykktum fá inngöngu í félagið allir þeir sem eru fjárráða og undirrita yfirlýsingu um að þeir hlíti samþykktum félagsins eins og þær eru á hverjum tíma. Einnig lögaðilar sem félagsstjórn samþykkir að fái aðild. Ófjárráða fólk 14 ára og eldra getur fengið inngöngu, fái það ábyrgðarmann, sem kaupfélagsstjóri metur gildan. Félagsstjórn getur synjað manni inngöngu ef henni virðist ástæða til, en umsækjandi getur borið mál sitt undir félagsfund.
Samvinnufélög byggja á samstarfi félagsmanna. Að vera félagsmaður byggir því á þátttöku í starfi félagsins, viðskiptum við félagið og samstarfsaðila þess og þátttöku í ákvarðanatöku um stjórnun, rekstur og framtíðarsýn með mætingum á félagsfundi.
Nánari upplýsingar um inngöngu í félagið sem og réttindi og skildur félagsmanna má finna í samþykktum þess sem nálgast má hér. Samþykktir Kaupfélags Borgfirðinga
Félagsgjald nú er kr. 1.000.-
Hægt er að skrá sig með tvennum hætti
1. Sækja umsóknareyðublað um inngöngu í félagið má hér: Umsókn um inngöngu í Kaupfélag Borgfirðinga. Koma þarf eyðublaðinu til kaupfélagsstjóra og greiða félagsgjaldið þar.
2. Einnig er hægt að skrá sig í félagið í gegn um netverslun okkar hér og greiða með korti um leið og gengið er frá skráningunni.
Athugið að Samkaupsappið hefur aðgang að félagsmannaskrá